Samansafn af öllu því efni sem ég hef talið vert að skilja eftir ritað á blaði eða tölvutæki.
Translate
laugardagur, 30. nóvember 2013
-Hugleiðing dagsins, 30.nóvember-
"Ég" er, og
"þú" skalt ekki
mig að fífli hafa.
Þú skalt ekki
leggja nafn mitt,
né þitt,
við hégóma.
Minnstu þess að hafa
hvíldardaginn næs og kósí,
þægilegan í alla staði.
Og heiðra skaltu
föður þinn og móður.
Þú skalt ekki morð fremja,
hvort sem á sál eða líkama.
Þú skalt ekki vera hóra
og þú skalt heldur ekki stela.
Þú skalt ekki ljúga
að vinum þínum
né vandamönnum -
eða nokkrum öðrum.
Þú skalt ekki girnast
hús annara.
Þú skalt ekki girnast
eignir annara manna.
Þú skalt heldur ekki
byggja hús þitt á sandi.
Og síðast en ekki síst,
ekki halda mig þig!
---
Bújaka!
Skrifaðu bók um það!
...en ég elska þig samt.
Þetta ætla ég
að gefa þér,
heilshugar,
og ég vona
að fá eins til baka.
Ef ekki,
þú um það.
Maðurinn uppsker
eftir því
sem hann sáir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli