Translate

föstudagur, 8. nóvember 2013

Frá A til Ö

Èg vaknaði.
Èg burstaði.
Èg skeit.
Èg skeindi.
Ég sturtaði.
Èg klæddi mig.

Èg helti uppá.
Èg smurði brauð.
Èg reykti og sötraði.
Èg las blöðin.
Èg hugsaði.

Èg tòk allt til.
Ég hafði mig til.
Èg fór út.

Èg tók strætó.
Èg skoðaði fólk.
Fór í búðina.
Èg verslaði.
Èg hló.
Ég las ljóð.

Èg trúði.
Èg treysti.
Èg sparkaði í stein.
Ég laug.
Èg sveik.

Ég fór í ríkið.
Èg fann bjargræði.
Èg drakk það.

Ég hringdi.
Ég hitti mann.
Ég keypti eitthvað.
Èg át efni.
Ég reykti restina.

Èg fèkk mèr dóp.
Èg fèkk mèr tvö dóp.
Ég gekk götur.
Ég kýldi í fötu.

Ég datt út.
Èg yfirgaf.
Ég fór.
Èg dó...

Ég vaknaði.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli