líður mèr vel
einsog gróðrinum
ég drekk í mig
anda náttúrunnar
sem gufaði upp
einsog landi
til að fylla
uppfylla lífið
ég er gangandi planta
rótarlaus
einsog blístrandi kúreki
vatnið er lífið
en einsog allt
er það betra með whiskey
ég sit á bar
ég á heima þar
fólkið hlær
ég tengi
en mèr stekkur ekki bros
því þetta er allt
svo tilgangslaust
ég hlæ ekki nema
brandarinn snúist
um kúk eða piss
samansafn af fólki
með mismunandi metnað
en allir eru að
reyna að verða fullir
fullir af viti
sem kemur út
í vitleysu
ég anda að mér
sýp froðu
og fussa yfir
fréttum af hamförum
og græðgi mannsins
fólkið blaðrar
og ælir orðum
ég stend upp
og borga barþjóninum
með Matador seðli
sem ég stal
af barni í strætó
kvöldsólin vermir
og ég vankast
Engin ummæli:
Skrifa ummæli