í snjóhríð lengst upp í Árbæ.
Þú, bakvið brún gluggatjöld,
beiðst mín þar feiminn og vær.
Þó smávaxinn sýndist og var,
þú sannaðir fljótt hið gagnstæða.
Svo hugaður, hljóður og snar
þú hafðir margt við mig að ræða.
Kápa þín hvít, eins og mjöll,
hún klæddi þig svo fullkomlega.
Þú vígðir hér þinn heimavöll
varst þrjóskur, samt guðdómleg vera.
Glöggt af þér skynsemin skein
og skapmikill varstu á köflum.
En hvenær sem kom ég seint heim
þú heilsaðir ávallt með skjöllum.
Einlæga ást gafstu þér frá
óeigingjarn varstu og prúður.
Stílhreinn og stóískur, klár,
strákurinn minn, elsku Snúður.
Ég gaf þér allt sem að ég gat,
gerði mitt besta og reyndi.
En sjálfstæði þitt ég ofmat;
að 'einmanna þú værir, ég gleymdi.
Ég sakna þín vinur, svo sárt,
og sýni það með orðatenglum.
Litli kallinn minn, ljóðið er klárt -
ég lifi en þú kúrir með englum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli