Translate

sunnudagur, 10. desember 2023

klukkan er korter yfir höfuð

nýr dagur og styttist í páska
baunate í bolla
sængin vakti mig með skjalli
lífið er að vakna
með fyrirfram þökk
-
og hvað kostar þetta nú?

tíkalla og tuttugu ár
fjöldan allan af árum
og tíköllum 
fyrir trúðinn

frosið smjör í tappa
sykurmolar fyrir sálina
djúpvöðvaþjálfun og hjálega
drjúpa í fötur hljóma
tónar og nóturnar svífa
meðfram brúnunum

forvitninni fullnægt 
með fimm fingrum
og fimm fingrum fleiri
-
góðan daginn og verið þið sæl

...hvort er á morgun eða í gær?

endurupptaka sjálfsins
undirbúningur dagsins
ég sleiki út um
og kyngi lofti
brosi og sýni tennur
amstrið er kærkomið í kaffi

Engin ummæli:

Skrifa ummæli