Að ala manninn ku erfitt mjög
einsamall í mergðinni.
Að grafa sína eigin gröf
grátlega ræður ferðinni.
---
Úr djúpinu rís depurðin,
dagar saman falla.
Yfirgnæfandi erfiði
elta mig ævina alla...
---
Einsog málaður strigi, eptir Van Gogh -
svo óð mér heimurinn sýnist.
Súrealisminn er helst til of "of",
því allt sem ég finn aptur týnist.
---
Úr djúpinu rís depurðin,
dagar saman falla.
Yfirgnæfandi erfiði
elta mig ævina alla...
---
Sjáöldur mínar "shrinka",
sjónin með því minnkar.
Blóðið í æðunum hitnar og þykknar...
Já þannig, fólk, er þessi þynnka.
---
Úr djúpinu rís depurðin,
dagar saman falla.
Yfirgnæfandi erfiði
elta mig ævina alla...
---
Böl og böl, og enn meiri böl.
Bjáni er ég að drekka öl!
Eymd og eymd og eilíf vítiskvöl -
en allt er þetta mín eigin völ.
---
Úr djúpinu rís depurðin,
dagar saman falla.
Yfirgnæfandi erfiði
elta mig ævina alla...
---
Engin ummæli:
Skrifa ummæli