Translate

mánudagur, 8. júlí 2019

Hrafninn drukkinn

Með blaki sinna
svörtu vængja
hann sýnir mèr 
með hverri fjöður
andardrátt aldanna.
Blekbytta skýjanna.
Út frá hjarta
heimsins sækja
falin skilaboð
Allsherjarföðurs;
fagnaðu falli fíflsins!
Fæðingarhríðir fegurðar.
-
Allt er í engu,
en samt...
-
Yfirdrifin alsæla normsins,
enginn hefur lamið biskup.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli