Translate

mánudagur, 8. júlí 2019

Sjá meira

Ég sýp blóð úr dauðum dýrum,
blóð sem hefur dropað niður
smogið gegnum jörðina
og orðið að næringu aldinna
og lífsneista jurtanna.
Ég et gróður sprottinn úr skít,
skít sem hefur droppað niður
smogið gegnum jörðina
og orðið að næringu aldinna
og lífsneista jurtanna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli