Translate

miðvikudagur, 4. desember 2013

Það er heitt á könnunni

Englarnir brustu 
í grát af gleði
þegar þú fæddist,
því þú ert svo sæt 
- falleg. 
Mér finnst það 
samt fara 
allan hringinn 
yfir í súrt.

En það má reyna
með öllum 

alheimsins kryddum
að krydda -
fegra þá áferð
sem þú veitir
hinni líðandi stund.

En það er 

ekki hægt.
Því þú ert

fullkomnun
orðsins "fegurðar".

Þú ert súrsæt;
í gegn-
um
myndlíkingar
mínar
sérðu sjálfa 

þig best.

Elskan, ástin -

engillinn minn...
þú veist hver þú ert.

Kíktu í kaffi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli