Í sófasettið ég sest,
skallinn gengur á milli manna.
Hér líður sjálfum mér best -
svíf létt upp til skýjanna.
Fylgist með en ekkert sé,
finn vel fyrir strokum þeirra.
Sitja ein með sjálfum sér,
sjúskuð geta loks ekki meira.
En alltaf komum við aftur
í leit af því sem engin hefur fundið:
Fullgildri lífshamingju.
Eldhúsborðið er fullt
af eitri og allskonar nammi.
Ýmist grænt, brúnt, hvítt eða gult,
það gerir mig bráðum að manni.
Seinna get ég ekki meir,
sit í dái og get ekki talað.
Úr dáinu sáttur ég dey.
Dýpstu spurningum er ekki svarað.
Ég reyni og ég reyni,
en gefst fljótt upp.
Ég sjálfsagt aldrei finn
fullgilda lífshamingju.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli