Translate

föstudagur, 7. nóvember 2014

Hvers vegna að örvænta?

Tíminn líður
eins og
alda í sandi.
Skellur á
og rís,
og rís
uns hámarkinu 
er náð.
Þá fjarar hann út
og blandast því
sem er
og var
og verður.
Aftur
svo rís
og rís
og skellur
á sandinn.

Sandurinn
er geimur,
þar sem
hvert sandkorn
er sömuleiðis
og.

Og aldan rís
á sandinn,
sem þyrlast
og berst með
þangað til 
hámarkinu
er náð.

Þá renna þau
saman 
til baka
og
sameinast
öllu hafinu.

Hvers vegna
að örvænta?
Hvers vegna
að festa sig
á strönd
skynvillunnar?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli