Translate

föstudagur, 7. nóvember 2014

Reiði

Aleinn ég storma út í myrkrið sár
því sviftur var ég aleigu og sál.
Kuldinn nístir, ég er orðinn blár
en hlýnar strax við reiðinnar bál.




Helvítis!

Hann gerir sér svo glatt að hamast á litlum sálum.
Kemur inn og skemmir hratt; 
allir eru æstir, á nálum.

Þó hann taki allt sem mér dýrmætt mun vera
þá þorir maður ekki eitt stakt orð að segja.
Því ef ég myndi voga mér það að gera,
þá væri ég hreinlega að biðja um að deyja.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli