Translate

föstudagur, 7. nóvember 2014

Gildandi sannleysi

Margt er af mörgu dregið
og mótað saman í sannleik.
Hugsun eins hals er slegin
í háttvísi, dyggð og kærleik.
Orð í felum, orð í laumi,
orð sem hlýða engum taumi.

Mannvitið, það mesta af öllum
moldarinnar afsprengjum;
getur það verið uppfullt af göllum
sem í gáleysi óðum við rengjum?
Nei vinur kæri, ég veit það eitt,
aðeins það eitt að ég veit ekki neitt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli