Þú ert falleg,
með heila í lagi
og svo ertu lagleg.
Þú ert skrítin,
stundum getur
veröldin verið ýtin.
Þú ert dóni,
í dag ertu róni
en í gær varstu fáguð.
Spáið í framtíð vorar bjartsýnu þjóðar!
Þú ert lamin,
og í kjölfar þess
er sálin þín kramin.
Þú ert kerling,
krumpuð og ljót
- ein fitufelling!
Þú ert útgrátin,
aldrei fullnægð
og farinn er dátinn.
Spáið í framtíð vorar bjartsýnu þjóðar!
Þú ert fíkill,
fyrir öðrum ertu
götunnar sýkill.
Þú ert hóra,
froðufellandi þú
gleður bankastjóra.
Þú ert staur,
en fyrir stjórana
færð þinn aur.
Spáð var í framtíð vorar bjartsýnu þjóðar,
svo var því hætt...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli