Óáþreifanleg tilvera sem
er svo sannarlega til.
Án snertingar, sjónar,
bragðs eða heyrnar
- ég er þar, verð og var;
í skynvilluflóði
ég drukkna þar og dey.
...eða nei,ég lifi!!
Ég lifi, geng um og dafna í mistri
veruleikans en gleymi mér,
á meðan heimurinn heldur áfram.
Heimurinn, með sinni hlutlægu synd,
heftir mig og mína huglægu ímynd.
Form, mót og bygging mannsins,
sem mótast í þyrnum frelsarans kransi,
gefa mér góða mynd af tilganginum:
Að eiga í einingu staðfestu um að
í eilífðinni saman mega dansa um
og að elska Guð af öllu hjarta,
í auðmýkt trúa á hans krafta
- tvö sem eitt, í faðmi frelsarans.
...áfram ég læðist í taktlausu flæði,
meðfram formlausri vitund minni.
Með vissu um að ég snúi ekki aftur,
ég upplifi í nóttinni endurteknar,
endursýningar drauma minna.
Ég er hættur að finna til.
Ég er hættur að finna fyrir
skítugum hvötum og hugsunum.
Finn fyrir bata og horfi rólegur
á heiminn fæðast í dauðann.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli