Translate

föstudagur, 7. nóvember 2014

Portúgalskala

Meðan tungumál manna ómar út'í eitt,
og magnast frá orði til orða.
Sit ég og hlusta en skil ekki neitt,
svo best væri nú sér að forða.

En ef ég það gerði ekkert ég græði,
af þeirra máli né talsmáta þeim.
Nei, aldrei mál þeirra skilja ég næði
ef gæfist ég upp og hundskaðist heim.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli