Translate

föstudagur, 7. nóvember 2014

Viðreisn vonar

Honum líður illa
en samt svo vel.
Því sársaukinn elur óendanleikann.

Upplifun sem upp úr öllu gengin er
langt umfram sannleikann.

En hann skilur svo fátt,
skilur svo lítið.
Því skynvitundin er takmörkuð
við þrívídd.

-Fari það grá-bölvað
og allt til andskotans!
Til helvítis!
Djöfulsins djöfull!

Og í þeirri andrá sér hann tilganginn:
Að eiga skópar númer fjörtíu og fimm.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli