Translate

föstudagur, 7. nóvember 2014

Afneitun allmennrar menntunar

Morgunn þessa mánudags
er mæðu allur sleginn.
Skapið skrítið, óheflað,
er skauta ég skólaveginn.

Því heima vil ég í hugleiðingu,
heldur en tímanum eyða
í valin kvæði og vitfirringu
og veikburða fræðiseiða.

Ég veit að vit mitt skákar þeim
vitlausu menntafræðum
sem bjóða upp á betri heim
og betrun á öllum lífsgæðum.

Ósk mín dýpsta er ekki sú
allt að vita um eitt.
Nei, að velja best úr villutrú
veitir mér ekki neitt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli