Grasið gerir mig gáfaðri,
get èg leyft mér að fullyrða.
Verð frískari og fágaðri
og fordóma alla vill myrða.
Hugsað get ég helmingi skýrar,
hugað að þeim sem minna sín mega.
Hugmyndir allar strax verða hýrar
og heimurinn enn litla von virðist eiga.
En mig verkjar í höfðið og mig verkjar í hjartað
við að hlaupa í felur og að leyna því
að ég notiða, reykiða, hreinlega elski að
efna til jónu og kveikja'henni í.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli