Hugsa um daga og drauma sem á mig snéru,
þá drambið var fallinu næst.
Þröngar minningar um hug minn réru
meðan ósk mín gat ekki ræst.
Draugar fortíðar á mig nú falla
fyrir minn síðasta túr.
Feigðardrykkurinn á mig fast kallar,
fjötrum hans kemst 'ekki úr.
Hleð skot í hólkinn og geri mig kláran,
heiftina' að hemja ei næ.
Gleypi endann á rörinu' og græt mig sáran,
gikkinn dreg aftur og hlæ.
(bæng!)
Ranka nú við mér og verkjar í kjálkann,
velti mér við, reyni' að grípa í bjálkann.
Ég lít í spegilinn en veit ekki hver þar er.
Ég sé eitthvað andlit – en ekki andlitið af mér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli