Sagan er samin í dag,
úr takt við tímann.
Ég veit ekki hvað,
ég veit ekki hver...
En orðin flæða
úr hyldýpi skarans.
Þau flæða og læðast
yfir múra sjálfsvitundarinnar
og með klækjum festa sig við
tilfinningar sem svívirtar
liggja eftir...
Bergmál minninga
úr lokuðu rými.
Ekkert kemst út.
Ljósið, vonin,
er sama
og var
og verður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli