Translate

föstudagur, 7. nóvember 2014

Gönguferð um Hvamminn

Yfir firðinum ríkir friður og ró
með fallegu sólarlagi.
Hvammurinn með sína kletta og mó,
og kyrðin sem ríkir við sæinn.

Lækjarins ljúflegi niður.
Leynir sér ei hinn yndæli friður.

Geimurinn geymir allt óendanlegt
geysist í rúmi og tíma.
En það skiptir mig engu, því allt er fallegt,
hér í andanum leysist upp glíman.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli