Translate

föstudagur, 7. nóvember 2014

Samningur rofinn

Ég heyrði í dag að þú værir komin heim,
þú sem ætlaðir ekki að vera sein,
að hringja í mig og láta í þér heyra.

Og það er svo sárt að vita það
að þú gangir ekki beint í hlað,
inn til mín og heilsir mér með kossi.

Við sömdum um það í fyrri tíð,
að við mundum vera við það þíð
að skrifast á og hringja inn á milli.

En í staðinn er ekki bleki eitt,
og símreikningurinn er ekki neitt,
og ég skil bara ekki hvað hefur komið fyrir.

En viltu kæra vera svo væn,
að láta mína heitustu bæn
rætast rétt og verða að veruleika?

Því að ég hef reynt í mörg, mörg ár,
að verða þinn eigin rauðbrúni klár,
sem þú riðið getur um garða og háar hæðir.


Þótt útlitið sé ekki fagurt,
þá getur innlitið verið magurt,
af friði, ljóma, fínleika og sóma.

Og þú veist að ég geng á eftir þér
eins langt og sjálfur heimurinn er,
en þú vilt bara ekki taka eftir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli