Translate

föstudagur, 7. nóvember 2014

Gleðileg jól

Um borgina eru skreytingar settar
og inní húsunum sitja fjölskyldur mettar.
Því það eru að koma jól.


Að lífsins gæðum við beitum okkur helst að,
en samt er fólk þarna' úti sem á ekki svefnstað.
Og það eru að koma jól.


Samfélaginu þeir segja okkur að sinna,
vinna og vinna til að' fá meira en minna.
Því það eru að koma jól.


Í Kringluna við viljum nú keyra
til að kaupa hamingjuna meira og meira.
Því það eru að koma jól.


Aukakílóin í burtu við æfum,
um leið og leiðindin með innkaupum kæfum.
Já, það eru að koma jól.


Svo er kastað sprengjum yfir þjóðir einsog Kúveit,
,,hvar endar þetta”, maður spyr sig en hver veit?
En það eru komin jól.


Og nú mamma og pabbi sér í kjólfötin smeygja
á meðan sveltandi börn í Afríku deyja.
Því nú höldum við gleðileg jól,
já það eru komin jól;
öll sömul gleðileg jól!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli