Translate

föstudagur, 7. nóvember 2014

Þeir segja að hún sé eitthvað skrítin...

Dofin gengur hún koldimman veg
í druslulegri hempu; brjóstumkennanleg.
Með ekkert að baki og enga framtíð,
ekkert nema hempuna og dapurlegt líf.

Hún hefur ósjaldan úr sorpinu étið
og aldrei við silfurborðbúnað setið.
Þekkir ekkert annað en þann fátæktarheim
sem í auðnuleysi sínu hún gengur ein.

Berfætt hún áfram sig haltrandi ber
um harðgrýttar jarðir, hvert sem er.
En áfangastaðirnir eru þó vízt fáir,
því uppsker kona ekki einsog hún sáir?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli