Ljáðu mér lygi, - með'að
lofa að eiliífu friðinn, - sem'að
gefnu var gefinn - til'að
brengla sannleikann.
Ráðum ringlað
- rótað -
(og innan sviga)
án griða,
rækilega blótað.
Í óðu ati radda
grófum orðum er hótað...
Það sárlega sálirnar skaddar.
- Nei, hættu nú allveg! -
Nettan,
gerðu frekar,
léttan,
farveg til heilla
gáfna, og geisla
fallegra lista
sálarinnar;
þeirrar yndislegu óðals-giftar
sem óskir uppfylltar
gefur til upplyftingar.
Þá ókeipis færðu unað
andans
til eilífðar að muna,
og blandast
mætti hugans
meira'en þig nokkurn tíman hefði grunað!
(því allt, er jú, gefið fyrir grín)
Þannig er nú það,
og því
þú verður að láta
af öllu stolti...
-prófaðu að gráta!
Hvort sem það er
af harmi'eða gleði;
þú gerðir bæði
- ef ég réði...
Því það er best „að vera“
vitund með
tákn & tengingar
við sjálfið innra,
en
þú verður að byrja
að sigra
stoltið og fynna
barnið í þér,
og því bjarga -
áður en bölið því fargar,
lemur, svívirðir
og á það argar
sínum kæfðu tillfinningum,
bældum
og óunnum -
sneyddum breytingum
til batnaðar...
Því það er þelið eitt
sem um þig mest veit
og skiptir máli mestu.
Vittu betur,
það bjargar!
-Slakaðu á,
sestu niður
og „vertu“!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli