og ekki lítill,
einn
steinn,
stóð hreinn
og eins beinn
og hann gat -
aleinn
á toppi vörðu.
Einn
þar hann sat
meðan
aðrir störðu,
hver einn
og einasti
annar steinn.
Leið
honum illa,
í leyni,
eða ei -
þessum „ekki litla“ steini?
Líður steinum
yfirleitt?
...þó þú skiljir
þá eina
eftir
með sjálfum sér einum
(ásamt öðrum steinum)
einsömum
í auðninni einni..?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli