Translate

föstudagur, 20. september 2013

Fullum bata náð

Með blýant í hönd á blað mitt ég góni,
berst ég hart við að skrifa’ á það ljóð.
Hér sveittur ég sit og í algjöru tjóni
- nei, skáldastíflan er ekki svo góð.
En hvað er að sjá, hvað er að gerast?
Mér heppnast hér hefur að ráða úr því.
Nú hugmyndir til mín óheftar berast
og hamingjusamur er ég orðinn á ný.


Því ekkert er betra en stökur að semja
ef skapið er vont og ölítil er trú.
Ef lund þín er lin, þá skaltu þér temja
leik góðan að orðum einsog geri ég nú.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli