Translate

laugardagur, 21. september 2013

Leitin að skósóla vestursins


Mér sýnist austur
stundum vera vestur.
Og ég stama kannski 

en Nökkvi er góður hestur

Þó maðurinn virðist

vera' í máli blestur
þá er Nökkvi alltaf

jafn hress og góður hestur.

Það er kadiljákur á hvolfi

útí skurði - útklesstur.
En Nökkvi er enn frár

og sprækur hestur.

Á hótel jörð er

sérhver maður gestur
og Nökkvi, hann er

æðislegur hestur.

Þjálfun er nauðsin

ef vilt þú verða bestur.
Þess vegna er Nökkvi

svona hraðskreiður hestur.

Ef fyrir hér finnst

einhver manna mestur,
mun hann Nökkvi án efa

vera mikið betri hestur.

Skordýraplágur

og uppskerubrestur…
En Nökkvi er alltaf

jafn sprækur hestur.

Bábylju upp bullar

blindfullur prestur.
En Nökkvi, hann er

geðveikt flottur hestur.

Þú vilt fá hrós en

uppskerð aðeins lestur.
Samt sem áður

er Nökkvi frábær hestur.

Og ef þér skildi ei fást 

lengri skilafrestur,
fáðu Nökkva í málið
því
hann er 'hinn besti hestur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli