Translate

föstudagur, 20. september 2013

Gárungar sér gamna

Gárungar sér gamna
og gefa anda góðan.
Vizku fyrir sér velta,
vitleysur upp gelta
og hefja upp heiminn yfir það sem hann er.
„Allt á öllu veltur
öðru, sem er ei.
Andrá virðist engin,
ekkert fyrir fengin.
Um leið er vegurinn lengri en augað sér.


En lokaorðin eru ljúf,
þau láta ekkert undan.
Alsæla alls andans
og allt annað til fjandans.
Efnið í algleymið svo á endanum fer.


Áfram þó allt heldur,
ekkert skal úr skorðum.
Líf munu lifna
og ljós munu kvikna -
því alltaf mun ferlið endurtaka sitt kver.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli