Translate

föstudagur, 20. september 2013

Kunnuglegur hljómur

það kom að því 
að kúnstarinnar fæti
yrði knálega beitt 
fyrir krókinn -
dapurleg mæða 
djöfulegs samsæris
dugnaðurinn 
virðist of flókinn
til ætlunarverka
þeirra áfangra
sem helst ég taldi
að yrðu til lífs 
margfaldrar 
hamingju og gæfu

en ég uppsker ekkert 
nema þá djöfulsbyrgði
sem égákveðinn 
tók að mér að hýsa

það var það 
sem móðir mín 
sá hvað mest eftir
og syrgði

Engin ummæli:

Skrifa ummæli