Translate

laugardagur, 21. september 2013

guð

Ég er stolinn,
græði gras á vorin.
Ég er rændur -
með sumri sameinast frændur.
            Flýg yfir morð og nauðganir
            með býflugur í maganum.

Ég er klofinn,
úr samviskuleysi er ofinn.
Ég er leyndur -
meiriháttar og afburða greindur.
            Flýg yfir morð og nauðganir
            með yfirtöku á heilanum.


Ég er sperrtur,
glaumfullur og gróðamerktur.
Ég er rotinn -
óttist mig og verið mér lotin.
            Flýg yfir morð og nauðganir
            með spyllingu í vasanum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli