Til eru töfrar
tungum óbundnir -
tungum óbundnir -
hin fegurstu
háfleigu hljóðaljóð.
háfleigu hljóðaljóð.
Þau sem yfir hæstu hæðum
og undir heimsins hyldjúpum,
og undir heimsins hyldjúpum,
eða innan mestu hóla heiða,
heyrast mennskri meðvitund
ef vel er að gáð og viðbúið
til opinberunar.
til opinberunar.
Þau tímalausu hugtök
ráðum yfir ríkja
án sýnileika myndefna
né stefnu heimsins raka.
Í tifandi taktleysu
tunguhreyfinga og hljómfalli
gómsmella kok-vinda.
Fljótandi bylgjur
í líðandi straumi loftsins.
í líðandi straumi loftsins.
Úr því þá gagnlegt mér þætti
að fá úr úrvali valið
það besta af reiðubúnum
röngum svörum.
Hending oft ræður
hvert leið farar liggur,
hvert leið farar liggur,
hvernig fer fyrir mótuðum laupum ragna.
En staðfast munu þagna þau örlög
sem gefin voru stöðug, til fullkomnunar;
nýtingu og afnota sjálfsins - með sjálfu sér.
Skuld skal greidd að lokum,
með endurlofum
og lifandi virðingar-gjöfum
og lifandi virðingar-gjöfum
til réttlætinga;
mismunandi
næringar-pælinga.
næringar-pælinga.
Nú lýkur minni stafbrúks-mistíkar-maníu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli