Translate

föstudagur, 20. september 2013

Harmsaga úr Samtímanum

Í svörtu húsi við Austur - Skaptafell,
situr ung stúlka af sér hríðar skell.
 - Dimm og köld nótt í janúar.
Á sama tíma undir fannarsæng hann flýr,
finnur búkinn kólna er yfir brestur ógnar gnýr.
 - Dimm og köld nótt í janúar.
Vetrarkóngur kaldur, mátt sinn sanna kann.
Svei mér, ef einhver veit það var það pottþétt hann
þessa dimmu og köldu nótt í janúar.
Hann hugðist liggja nóttina en um morguninn ekki stóð.
Hugfangin beið hún heima, af áhyggjum orðin óð!
Þessa dimmu og köldu nótt í janúar.


Senn stilti veðrið en ekkert sást til hans.
Svo snemma að vori þiðnandi lík hans fannst
síðan dimmu og köldu nóttina’í janúar.
Svona lýkur þeirri sögu, reyndar pínulítið stytt;
stúlkan þoldi’ei harminn og endaði lífið sitt
á dimmri og kaldri nótt í janúar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli