Translate

laugardagur, 21. september 2013

And-fjand

Reiði ráðandi
rögum brandi með
vald vellandi, 
ólíðandi til vilja óeirða.

Þá hann tamdi sér
reynandi bjargandi,
eilífur heilagur andi,
sjúklega sýki til launa.

Trúandi treystandi bulli
- brengluðu rugli. 
Mataður inn að beini
af því mennska meini
að vera fíflaður,
viljandi hugstíflaður
af þeim sem treyst var í blindni.

Þá freistandi 
finnst manni frekar
trú að taka á
takmarkaðan sannleika.

Treystandi þeim hugmyndum
sem ,,gefin var börnum í skóinn"!

En því miður stýrir stíf
staðreynd því
stefnuleysi sem býr
í hugum lítilla manna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli