Translate

föstudagur, 20. september 2013

Ort í Leið 3, upp að Breiðholti

Endalaus aragrúi sem 
á yfirferð er
frá byrjun til enda.

Eiga vit í heilabúi
- í þessu núi -
en kjósa frekar að lenda
í firringu dýrkunar 
fortíðar og fölskum 
forsendum framtíðar.

Uppspuni sonar lygarinnar,
þar til enginn er þróttur
eftir til að vona.
Drög að mismunun 
mannsona og meyja dætra.
En sínum enda hver byrjun 
má til með að mæta.
Hringrás ásta og heifta
sem í háhraða leiftra;
ljósbylgju-sylgjur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli