Translate

föstudagur, 18. október 2013

Manstu..?


Manstu skálmaldir og skarkalann
sem skelfdu okkur í bernsku?
Manstu?
Manstu ókyrrðina, óeftirsótta,
eyðinleggja værð næturinnar - aftur og aftur?
Manstu?
Manstu óráð foreldra og forráðamanna,
firrta ofbeldið; oflætið í efni og anda?
Manstu?
Manstu einmannaleikan, tárin grátin
og sárin sem í sálunum komu sér fyrir?
Manstu?
Manstu loksins þú sagðir mér frá hvernig þér liði
og ég þóttist svo sannarlega kannast við það sama?
Manstu?
Manstu þegar við sofnuðum út frá látunum,
huggandi hvors annars huga - samt hrædd?
...manstu?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli