Translate

mánudagur, 14. október 2013

Saga af slitum

Við óðum
í glóðum
bæði berfætt.
Djúpt við sáðum
röngum ráðum
löngum, sem réttum.

Ljáðum og nett
að gáðum
í sálinn létt,
en gleði-söngva
fleiri öngva
gátum grætt.

Í hjáleiðum,
strætum breiðum;
þar lausnir lágu.
En að fanga
þeirra smæstu anga
ei við gátum.
Urðum leið,
og buguð í neyð
saman eftir sátum.

Lengi lauguð;
látlaus - þó
forhert til frambúðar
við náðum nauðug
náðinni
og
elfdum til alúðar
þar til okkar slitnu
samvistum,
útslitin við slitum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli