Translate

föstudagur, 18. október 2013

Samferða

Ég sá þig stíga
úr svarta myrkri,
inní ljós ljómandi loga
lágbognu stálrisa torgsins.

Þú varst í grænum jakka, ég í brúnum. 
Báðir prýddir hnöppum 
sem við gleymdum að hneppa.
Svo fóru litirnir ekki saman.

En úr myrkri varð ljós
einsog vísast verður.
Lauk þá að lokum því
sem hafið var - varð
og nú verður á ný - ei meir.

Ferðin var farin í fljótfærni
frárra okkar þráa
um uppfyllingu til lífs og ásta
samferða mannveru, sem
tilbúin vildi gjalda hið sama
af öllu sínu hjarta.

En dula djöfullegra lasta og bresta
hékk til og ól sig feita í skúmaskoti.
Á sínum tilfinningarlegum flótta,
en að endingu var þvinguð í ljósið.
---
Þá byrjaði ballið af alvöru,
umbúið beiskju og særindum
frá heift, heimsku og hugveilu.
Að endingu það endaði af alúð
að sönnum skagfirskum stíl:
Blóðugt og baðað brjálæði!

(en einsog dýrðlingar, við buðum hinn vangan)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli