Translate

miðvikudagur, 16. október 2013

Tilraun til aflausnar

I.
Drifið var á inní djúpi næturinnar
er dansinn við saman ljúflega stigum
í kærleika og hlýju - á fjölum fyrrum
vígvallar; svo firrtum, til þess sama...
-
    Höndum heitum við héldumst
og þétt að hvoru öðru þrýstumst
í eitt. Undir léku tónar ljúfir - lágt -
en þó nóg til að njóta.
Hring eftir hring í hrífandi,
ljúfum dróma; skref fyrir skref
meðal óma rafrænnar róman-
tíkur.

Loftið ljómað lýsingu morgun-
geislanna í bland við stál-
stallana í taktfylltu tómi rökkursins,
sem flöktandi mótaði sjálft sig til fulls...
Sú líðandi stund naut sín,
þó stutt. Tónarnir þagna - hverfa -
verða að mynningu fortíðar;
okkar kæru fyrstu kynningar...

Í loga kertaljóssins út springur fram
mynd í kollinum, skuggaleikur
á lágbirtum vegg - samvaxin heild -
„loksins, loksins að lokum er leitin“!

- En nei...

Dansinn hafði dottið,
fallið við brottfall hljómanna;
dysjað sjálfan sig hið snarasta.
Myndin af veggnum, hún horfin
og nú aðeins tvær stakar, ófullkomnar
ummótanir fyrir verum...

Leisast þá lófar og látbragðið tekur við;
öfundin, refsingin, brjálæðið og allt sem
því fylgir svo blessunarlega sárt - að
það manni kennir sjálfan sig
að þekkja - leitast við að á stoltinu
hnekkja og hætta, fyrst og síðast,
innra sjálfið að blekkja með
hugmyndum um  hvað var,
og þar með sagt það sem
ekki nú fæst fært úr stað.

Ímyndunaraflið úr læðingi losnar
og laumast til'að spinna tauma
óargarfléttu hugmynda
- ekki með réttu.
Ranglega úr samhengi fengnar;
flóra alls þess versta nú
fær að blómstra sínu mesta.


II.
En aftur að málinu, atriðinu
sem ég á minn einfalda hátt
vildi upprifja, frá segja, og
þannig - einhvern veginn
endurupplifa (þó ekki):

Við stóðum í mekki reykjar
og ásta - þó tapaðrar - við
rifjuðum upp og endurskapaða
sýndum og veltum yfir
vöngum. En að lokum þeim
hugbrotum ströngum, við
sáum það sama - okkur báðum
bæði til lættis og ama - að
til lengdar „leiðinlagðist“
leiðin okkar beggja.

Þar með við náðum loks að
leggja blessun eina - hreyna -
yfir það sem fortíðin kunni
að geyma, og sjá framtíðina
fulla af tækifærum með sér
teyma - nýjum og spennandi.

Já, frumefnin að endingu
skildu okkur að - virkuðu
ekki einsog við vildum
tilætlast...

- því tilætlunin byggð
var á frati.

Svo eldur mót vatni
stóð eftir, í hálfu gati -
brann upp, meðan vatnið
andaðist...

- og hvorugt skipti skapi.


III.
Með bros á vör og kinnarnar reiddar
við kvöddumst, tókumst í faðma og
glöddumst yfir samverustundinni ný-
liðinni. En úr augunum - steinum hvors
annars við hinsvegar lásum, það sama;
brosnar vonir, drauma og þrár um eilífa ást
- og endalaus tár til að losa okkur við þau
sálarsár sem eftir við skildum, blæðandi út...
Við björgina vildum og við reyndum,
en bölið slóst með í leyndum.

Nú úti það ævintýr, ásamt öðrum
draumum dreymdum. En bjartur,
hýr, rís dagur nýr og ég vakna til
lífsins - raunveruleikans - „þess“
sem er „nú“; þess sem verður svo
aldrei aftur. Og aldrei, vonandi mun
mér þrjóta kraftur og sú dyggð til
þeirra verka sem tel ég, sjálfan mig
fyrir, merkari en merka.

Þannig aftur ég held, sem „ég“, út
í núið og í sjálfum mér el lífið upp
á nýtt - því það „er“.
-
Þetta er hin leiðandi leit til úrbóta,
langur leiðangur, í þyngri kantinum
- á latínu. Nú amstur og angur enda
hljóta að taka, og til baka leiðrétta
tilraunir til leiðréttinga gjörða eigin saka...
              (Hljóð í hnipri)
        Skotin riðu af í myrkri.


IV.
Nú eftir stend ég einsog
Skarphéðinn í kolunum;
brunninn upp að hnjám
íklæddur kyrtli hvítum,
þó sár - þá erfi ég ekki
verkið sjálft, né þá er frá
hlutust banvænir hnekkir.

Loks sálinni gefin var þekking
til að raunverulega, ítarlega og
sannlega greina rétt - rétt frá röngu.

Því löngum hef ég villst,
á vegum röngum. En nú
fyrst mér sýnist allur vafi
horfinn og byrja að skilja
hvað lífið hefur í raun og
veru til botns að geyma!


V.
- Eða er mér kannski ennþá að dreyma..?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli