Þegar ég dey, þá verð ég ei meir -
bundinn efni né líðandi stundum
í tíma. Tilgangurinn sjálfgefni, þá
verður að undrun, og sálin hrein
stefnir sælli til hinnar gjöfulu grundu
„hins heimsins“.
Ég reyndar veit að þar ég á minn
rétta reit. Í huganum þar ég löngum
dvel til að flýja; frelsast burt'úr Hel -
sem svo sannlega virðist veruleikinn
vera; tilveran... því á meðan líður
eymdin framhjá.
Sjáandi, finnst mér ég sjáandi sýnir
bersýnilegar og vitandi líð ég um
vitranir vitundarinnar.
Heyrandi, finnst mér ég heyra hið
upprunalega hljóð sköpunnarinnar;
heyrnina legg útí heiminn og hlusta...
En lof mér að útskýra, ef ég má, og
hugmyndum mínum útlista og þannig
ykkur skynjun ljá, byrjun frá og til enda
segja; fræ yfir senda í vitund yðar svo
þér getið uppræktað.
Út í hinu dimma djúpi dansandi stjarnanna
býr vitund - sál sögunnar; skapandi sköpunar
og leynist hún í þér, einsog mér.
Hið eilífa afl alls lifandi lífs;
ég sæki það heim og sameinast...
En þangað ég fer, því ég veit
að þar á ég heima
- einsog þú.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli