Botninum náð - ný byrjun þráð...
Með vota hvarma, veikur karl harmar
þá ákvörðun er hann leiddi
að stað, sem framhjá sneiddi
rökum hugans.
Á nýjum stað staddur - og það
átti að bæta, en bölina mun kæta.
Afturhvörf til þess arfa,
sem alinn er milli fráhvarfa
alsælu lyginnar.
- Allt sem hann þráði var ný byrjun,
en hann fékk ekkert annað en Líbríum...
Tungur ótamdar - illa hamdar;
spúandi kok sín vitleysu-rop.
Spakmæli andskotans
sem hræða trúverðuleika hans -
þess, sem sefar sitt eigið hjarta.
Og'nú aftur hann álpast, án allrar hjálpar.
Forsendur brostnar og reiðin hún blossar.
Gjörðin óendanleg; efninu gengdarleg.
Hann þjáningu elur og sjálfum sér selur
það, að sjálfsins val sé öllu æðra.
- Allt sem hann þráði var ný byrjun,
en hann fékk ekkert annað en Líbríum...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli