Translate

föstudagur, 11. október 2013

Tilraun til sátta niðurlægingar

Úr mörgu er ég gerður maður
og met allt jafnt til griða.
Lofa hvorki last né þvaður,
læt hið sanna áfram miða.

Lyganöðrur og lágar sálir, 

last ég ber til ykkar.
Ykkur ég bölva og óska báli
er biturleikinn þykknar.

Reiður mjög, rjúkandi af bræði,

rökkur hylur huga minn.
Frá hatrinu fæ ég ekkert næði 
fyrr en slokknar eldurinn.

Hvernig né hvaðan, enginn veit

hvert svo sem það stefnir.
En rosaleg hér var sett í reit

raun, til að sanna efnið.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli