Liggjandi lúinn rúminu í,
er lamið var gratt á dyrnar.
Reis ég'úr rekkju - tók húninn í
fyrir rannsóknarlögreglu-kýrnar.
Ruddust þær inn, reiðar, með látum
- ringlaður varð ég, og lostinn.
En'af kurteisi tók ég krúnunnar-dátum
svo kulnaði snart þeirra rosti.
Gáttaðir urðu af geðprýði minni,
gátu ekki annað en dáðst
er kærleik færði'þeim skuldlaust í kynni
kyntann með eilífri ást...
---
Aumar sálir, aumir menn!
Aumingjar meðal oss reika
stamandi og vit-stolnir í senn
og stirðir til persónuleika.
Reglubundnir, þó viltir ráða;
á ranghugmyndum aldnir.
Snauðir gæsku og sannra dáða;
dagar vizku engir taldir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli