Af hennar vörum heitum
- lekur - hamslaus unaður.
Mjúk orð alúðar, þær
- skuldlaust - fram færa.
Allur er hugans metnaður
- og hjarta - gefinn til góðs;
þess gersemasjóðs
- rótgróinnar gæsku - vitundar sálar,
(og æsku)
í sameiginlegri leið boðefna og tauga
til hins innra auga.
---
Hún á minn hug
hálfan semog heilan.
Þó lítinn sýni ég dug
til að skónum uppúr heilla,
þá vildi ég helst
færa jörðina fram
og til baka;
upp og niður hrista
og skaka
- aðeins svo að hún sæi mig og segði: „Hæ“... (bara kannski)
Þessvegna í miðri lokasenu Ragnaraka
eða í ljósaskiptum augnablika -
...svo lítið sem kurteist heils
(einsog þegar dagurinn heilsar nóttinni)
- og öfugt -
allt svo göfugt og gefið fegurð;
sjálfsagt og stjórnað af ást.
Það gera mundi daginn treglýsanlegan,
samt svo yndislega sannlegan.
---
(Þá snerting fékst fengin, allt í einu og...)
Inní búknum brýst út kitl
- adrenalín -
er mér birtist mér sú sýn
sem sælu veitir
og vissu gefur
um, að lífið sé fallegt...
- snilldarleg einföldun á flóknu samspili
tíma og rúms, með tilliti til þá, þegar og nús...
Þar sem gagnsleysið reynist gagnlegt að lokum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli