Elja alin feit
til eilífðar.
Slitin, sundurleit -
svæfð til kyrrðar.
Mótlætið magnast
í mergð andvana dygða.
Svívirða svefns
svæsin ræður.
Mædd til megns
mæður og bræður.
Gáskinn ei gagnast
gefjun sakleysis sifja.
En rúnir ristar
til ráða dáða
lífsins, vits og lista.
Samrýming söngva
sálanna. Réttlæti
ragna og niðja.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli