Translate

fimmtudagur, 17. október 2013

Fyrirgefðu það

Týndur ég vafra í tilgangsleysi
og tilveran virðist til ama.
Spældur ég eiri í leiðinda „speisi"
og speki mín ekki hin sama.

Í hörðu ástandi er heilabúið,
heimska fær ferðinni að stýra.
Snaraður fávizku sný'ég í búsið,
snúið er það mjög að útskýra.

Í burtu ég gekk án útskýringa.
Sálinni gaf ég blindur síðan
sístan gaum til tilfinninga,
né gát að veru þinni og líðan.

Fyrirgefðu það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli