Translate

föstudagur, 18. október 2013

Vingjarnleg vofa

Einsog vofa með veggjum ég geng,
vafra um í taumum sólarhringa.
Staulast einn og slæ minn streng
meðan ég stoltið niður þvinga.
- Elju blandinn er minn efi.
Engu ég lofa né læt ég í té
ásakanir, mönnum bundnar.
Sögur frekar ég segi af mér,
sannar eða uppfundnar.
 - Gefjun er yfir mig gefin.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli