Translate

fimmtudagur, 10. október 2013

Til vinkonu



Hvað þarf ég að gera,
til að fá þig til að skilja,
það, hver þú ert
og hvað þú verður.

Tilgangslaust virðist að reyna
því þú hlustar ekki á,
þó innst inni
þú vitir það samt.

En „vinur“ þinn besti,
með sína ljótu lesti,
ræður yfir þér nú.
Hann dregur þig frá mér,
svo frekur, svo reiður.

Þú skilur bara ekki
hvað mér þykir vænt um þig. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli