Translate

fimmtudagur, 17. október 2013

Í blámanum

Í blámanum blómstrar
braskandi líf borgarinnar.
Berandi birgðir frjálslegrar
útkomu mótstöðu dags og
nætur. Fyrir sér hefur og
fangar frelsi sitt þegar
græðgin fellur á grúfu.

Skyggir nú á og skakkt
lýsir ljósið í sínu leiða húmi.
Allt ennþá háð
sínum tíma og rúmi -
þeim lösnu reglulegheitum.

Naglfari, í norðan niðinum
bíður í bindingum
niðri við höfnina,
við hliðin á sjálfum Tý.

Vandræðanlegur til vitundar skrúða síns,
Að baki lúrir samansett saga hamfara-ferða
um útsævin sjö. Heimatilbúinn leikur gerður
og hafður við bakka þjóðarvitundarinnar heillrar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli